Greiðslur vegna tjóna af völdum jarðskjálfta

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 18:36:24 (5778)

2001-03-14 18:36:24# 126. lþ. 89.13 fundur 516. mál: #A greiðslur vegna tjóna af völdum jarðskjálfta# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[18:36]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil láta það koma skýrt fram og árétta að ég tel afar mikilvægt að við uppgjör á kostnaði og endurbyggingarstarfi á Suðurlandi eftir jarðskjálftana verði staðið við þau fyrirheit sem voru gefin um að einstaklingar sem lentu þar í tjóni gætu haldið áfram lífi sínu og starfi og búsetu eftir að endurbætur hafa verið unnar án þess að bíða af því fjárhagslegt tjón. Ég legg ég áherslu á að við þetta verði staðið og þó svo að menn geti verið að leita eftir hinum ýmsu formgöllum eða ágöllum sem fólgnir eru í hinum ýmsu matsaðferðum eignarinnar var það ætlunin að eigendur gætu fengið sinn hlut bættan vegna þessara náttúruhamfara og okkur ber skylda til þess að gera það.