Stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 11:48:11 (5804)

2001-03-15 11:48:11# 126. lþ. 90.1 fundur 520. mál: #A stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja# frv. 10/2001, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 126. lþ.

[11:48]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég leyfi mér ítrekað að beina því til hæstv. forseta að hv. þm. sé ljóst hvernig mál eru afgreidd og fara í gegnum þingið, að ekki sé hægt að tala svo kæruleysislega um meðferð þingmála. Þau eiga að afgreiðast á Alþingi til nefndar. Það er reglan.

Hv. þm. minntist á eignarlönd þessa sveitarfélags. Hver veit hver þau eru eftir kröfugerðir ríkisins um þjóðlendur? Vita þeir eitthvað meira um þessir mál en einstaka bændur úti um land? Nei. Ég bendi á að þetta er einmitt svæði sem fyrst hefði átt að taka til meðferðar til að ákvarða réttarstöðu landsins gagnvart eigendum sínum.