Stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 11:55:12 (5808)

2001-03-15 11:55:12# 126. lþ. 90.1 fundur 520. mál: #A stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja# frv. 10/2001, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 126. lþ.

[11:55]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. er náttúrlega á flótta og reynir að finna einhverja skýringu á þessum flumbrugangi í vinnubrögðum sínum. Ég lái honum það ekki. Til þess að það sé alveg ljóst þá var hv. þm. Árni Steinar Jóhannsson, fulltrúi Vinstri grænna í iðnn., kallaður til skyldustarfa á Ísafirði um þetta leyti. Í sjálfu sér datt engum í hug að mál væri tekið fyrir í nefnd áður en því væri vísað þangað frá þinginu.

Eins og hv. þm. Árni Steinar Jóhannsson hefur gert grein fyrir hefur hann skrifað upp á nál. með fyrirvara. Ég bendi hins vegar á að verði þetta viðtekin vinnuregla, eins og mér heyrist hv. þm. tala kæruleysislega um, þá vil ég að hæstv. forseti minni á hver hin þinglega meðferð mála er. Það veitir ekki af að árétta það gegnvart hv. þm.

(Forseti (ÍGP): Forseti vill taka fram að það var full samstaða í iðnn. um að afgreiða málið með þessum hætti. Forseti vill einnig taka það fram að dagskrá var send út svo sem vant er þannig að öllum átti að vera ljóst hvaða mál voru á dagskrá þessa fundar.)