Stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 12:01:47 (5812)

2001-03-15 12:01:47# 126. lþ. 90.1 fundur 520. mál: #A stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja# frv. 10/2001, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 126. lþ.

[12:01]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst afar athyglisvert hjá hv. þm. að tala um að vinnubrögð óbyggðanefndar og afrakstur vinnu þeirra sé í einhverjum graut og það sé hættulegt að fara með málefni Reykjaness inn í einhvern graut. Hann ætti að segja Sunnlendingum þetta, segja Skaftfellingum og Árnesingum það að ef óbyggðanefnd færi að fjalla um Reykjanes, séu málefni Reykjaness að lenda í einhverjum graut.

En ég ítreka það, herra forseti, að Hitaveita Suðurnesja er gott fyrirtæki, stendur sig vel og verður vonandi áfram þó að þessi breyting verði á íbúum Suðurnesja til mikilla heilla.