Samningur um opinber innkaup

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 12:11:50 (5815)

2001-03-15 12:11:50# 126. lþ. 90.2 fundur 565. mál: #A samningur um opinber innkaup# þál., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 126. lþ.

[12:11]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég skil hæstv. utanrrh. þannig að með því að við gerumst aðilar að þessum samningi séum við fyrst og fremst að uppfylla það að vera aðilar að samningnum en hann breyti e.t.v. ekki hvorki vinnuferli né öðru sem varðar þátt okkar eða því sem við höfum gerst aðilar að í gegnum EES-samninginn. Hér er verið að tala um reglur um vinnuferla við framkvæmd innkaupa, útboðsauglýsingar, útboðsaðferðir, tímafresti, gegnsæi innkaupa, kröfur samningsaðila og auglýsingar og að þær séu sambærilegar reglum sem gilda innan EES. Síðan er tilgreint að í viðaukanum komi fram til hverra þetta taki, stofnana, sveitarfélaga o.s.frv. og því spyr ég hæstv. utanrrh.: Er eitthvað sem breytist hjá okkur við að verða aðilar að þessum samningi umfram það sem gildir í dag gegnum EES-samninginn?