Framboð á leiguhúsnæði

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 15:27:44 (5847)

2001-03-15 15:27:44# 126. lþ. 91.3 fundur 512. mál: #A framboð á leiguhúsnæði# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[15:27]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hver er þá vandinn ef það er svona sniðugt að kaupa íbúðir og leigja þær út? Vandinn er sá að það gerir enginn vegna þess að það er ekki sniðugt. Vegna alls konar skattlagningar, fasteignagjalda, eignarskatta o.s.frv. er ekki sniðugt að kaupa og eiga íbúðir til að leigja þær út. Líka vegna þess sem ég nefndi áðan að einstakir leigjendur skemma fyrir öðrum leigjendum með mjög slæmri umgengni og með því að standa ekki skil á leigunni. Þannig er það. Það hefur því enginn traust á þessu. Mér þætti gaman að sjá hv. þm. standa í því að innheimta leigu. Hann gerði lítið annað.