Framboð á leiguhúsnæði

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 16:33:11 (5861)

2001-03-15 16:33:11# 126. lþ. 91.3 fundur 512. mál: #A framboð á leiguhúsnæði# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[16:33]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef hér farið með fyllilega sambærilegar tölur. Árið 1995 voru félagslegar íbúðir til ráðstöfunar á landinu öllu samtals 1.287, árið 1996 1.244, árið 1997 1.198, árið 1998 1.046. Íbúðalánasjóður tók síðan við eftir nýjum lögum og þá urðu þær 1.684 1999 og 1.782 árið 2000.