Langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 17:30:58 (5877)

2001-03-15 17:30:58# 126. lþ. 91.4 fundur 483. mál: #A langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda# þál., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[17:30]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég heyri verulegan samhljóm í máli mínu og máli hv. þm. Guðmundar Hallvarðssonar. Við erum sammála um að sjómenn stundi einhver hættulegustu störf sem hér eru stunduð og slysin eru í samræmi við það. Því beri okkur að tryggja eins og kostur er öryggi sjómanna.

Mér heyrist líka að kannski sé flötur á því í þessu máli að við tökum höndum saman ásamt fleiri þingmönnum og leggjum til við næstu fjárlagagerð að auknum fjármunum verði varið í þetta svo mögulegt sé að ná þeim markmiðum sem að er stefnt og það skal ekki standa á mér í þeim efnum.