Almannatryggingar

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 17:55:25 (5881)

2001-03-15 17:55:25# 126. lþ. 91.2 fundur 541. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging ellilífeyrisþega) frv. 9/2001, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[17:55]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Frv. sem hér er til afgreiðslu er fylgifiskur dóms Hæstaréttar frá 19. desember sl. og felur í sér að ríkisstjórnin viðurkennir að hluta þann rétt sem ellilífeyrisþegar telja sig eiga á grundvelli hans, en ekki á fullnægjandi hátt frekar en lögin sem afgreidd voru um svipað efni sl. janúar. Samfylkingin lýsir allri ábyrgð á frv. og meðferð málsins alls á hendur ríkisstjórninni og munum við sitja hjá við afgreiðslu þess.