Almannatryggingar

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 17:56:22 (5883)

2001-03-15 17:56:22# 126. lþ. 91.2 fundur 541. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging ellilífeyrisþega) frv. 9/2001, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[17:56]

Þuríður Backman:

Með hliðsjón af því að í frv. þessu er gerð réttarbót fyrir ákveðinn hóp ellilífeyrisþega þá leggst þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs ekki gegn afgreiðslu þess. En í ljósi þeirra ágalla sem tíundaðir hafa verið í nál., þ.e. að ekki var að fullu afnumin skerðing tekjutryggingar og að í öðru lagi voru bætur ekki greiddar aftur í tímann þá munum við sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísum allri ábyrgð á lagasetningunni á hendur ríkisstjórninni.