Afb

Mánudaginn 19. mars 2001, kl. 17:49:17 (5886)

2001-03-19 17:49:17# 126. lþ. 94.94 fundur 398#B afb# (afbrigði við dagskrá), GAK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 126. lþ.

[17:49]

Guðjón A. Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Enn á ný er komin upp sú staða að ríkisstjórnin leggur fram frv. um frestun á verkfallsaðgerðum sjómanna. Það er vonlaust fyrir sjómenn í þessari stöðu að ná samningum við útgerðarmenn þegar alltaf liggur fyrir að ríkisstjórnin er tilbúin að grípa inn í í kjaradeilur þeirra. Frjálslyndi flokkurinn mun greiða atkvæði gegn afbrigðum í þessu máli.