Frestun á verkfalli fiskimanna

Mánudaginn 19. mars 2001, kl. 18:48:54 (5907)

2001-03-19 18:48:54# 126. lþ. 94.1 fundur 581. mál: #A frestun á verkfalli fiskimanna# frv. 8/2001, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 126. lþ.

[18:48]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað er ég sammála hv. þm. um að deilan átti að leysast án þess að til verkfalls kæmi. En það gerði hún bara ekki. Við stöndum uppi með verkfall á viðkvæmasta tíma, á þeim tíma sem það snertir þjóðarbúið hvað mest fjárhagslega. Það er ábyrgð sem við berum og verðum að takast á við. Ég met það svo að það sé til þess fallið að við komum betur út úr málinu í heild að fresta verkfallinu og þess vegna legg ég það til.