Samningar Íslandspósts hf. um dreifingu pósts á landsbyggðinni

Mánudaginn 26. mars 2001, kl. 15:45:04 (5944)

2001-03-26 15:45:04# 126. lþ. 97.1 fundur 410#B samningar Íslandspósts hf. um dreifingu pósts á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), JB
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 126. lþ.

[15:45]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég tek undir það hjá hæstv. ráðherra að eðlilegt sé að Póst- og fjarskiptastofnun og Samkeppnisstofnun fái afrit af þessum samningum, en ég vek athygli á því að Íslandspóstur hf. er með einkaleyfi á stórum hluta af starfsemi sinni og er með ríkar skyldur gagnvart ríkinu og almenningi. Þess vegna skiptir miklu máli að þjónustan sé gagnsæ og hægt verði að fá upplýst hvað verður hætt með eða hvað framselt.

Ég leyfi mér því að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann muni fara og kanna stöðu þessa máls, kanna forsendur fyrir höfnun Íslandspósts hf. á að greina frá starfsemi sinni sem snertir allan almenning í landinu, hvort hann muni kanna það og gefa um það upplýsingar.