Samningar Íslandspósts hf. um dreifingu pósts á landsbyggðinni

Mánudaginn 26. mars 2001, kl. 15:47:24 (5946)

2001-03-26 15:47:24# 126. lþ. 97.1 fundur 410#B samningar Íslandspósts hf. um dreifingu pósts á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), JB
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 126. lþ.

[15:47]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að þetta fyrirtæki, Íslandspóstur hf., er algerlega í eigu ríkisins og honum er falið einkaleyfi á mikilvægri þjónustu, grunnþjónustu, grunnsamfélagsþjónustu sem er skýrt kveðið á um í lögum að skuli veita og með hvaða hætti hún skuli veitt. Þarna er því ekki verið að tala um samkeppni í sjálfu sér og mér finnst þess vegna algjörlega óviðunandi að fyrirtæki sem annast þessa þjónustu og er með einkaleyfi á svo mikilvægri samfélagsþjónustu skuli ekki vera skylt að skila af sér eðlilegum upplýsingum eins og hér var farið fram á. Ég þakka hæstv. ráðherra undirtektirnar. Hann mun þá ganga í að skoða stöðu þessa máls.