Samningamál sjómanna og mönnun skipa

Mánudaginn 26. mars 2001, kl. 15:50:11 (5948)

2001-03-26 15:50:11# 126. lþ. 97.1 fundur 411#B samningamál sjómanna og mönnun skipa# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 126. lþ.

[15:50]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Ég get sagt vegna fyrirspurnar hv. þm. að við höfum að sjálfsögðu skoðað þetta mál. Það á sér þann aðdraganda að lagt var fram frv. sem reyndar var einungis um hluta af því sem það frv. fjallar um sem er fyrir þinginu. Það varð ekki útrætt. Í framhaldi var skipuð nefnd sem vann ítarlega að málinu og niðurstaðan varð það frv. sem ég lagði fyrir þingið. Að vísu var ekki einróma niðurstaða í nefndinni en í öllum meginatriðum var samstaða innan þeirrar nefndar. En ég þurfti hins vegar að höggva á hnútinn í nokkrum atriðum.

Þetta mál er mjög mikilvægt því að það snýst m.a. um margs konar réttindi áhafna. Þess vegna er mikilvægt að koma því fram. En mér er alveg ljóst að þingið á eftir að fjalla um það og einnig á eftir að fjalla um það í þingnefnd. Það kunna því að verða gerðar einhverjar breytingar á frv. En jafnframt er ljóst að ég mun ekki gera nánari grein fyrir því fyrr en ég mæli fyrir frv. Á þessari stundu get ég ekki gefið frekari yfirlýsingar um það.