Viðskiptabankar og sparisjóðir

Mánudaginn 26. mars 2001, kl. 16:50:46 (5971)

2001-03-26 16:50:46# 126. lþ. 97.2 fundur 567. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (breyting sparisjóðs í hlutafélag) frv., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 126. lþ.

[16:50]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hér er vissulega um heimildarákvæði að ræða, sem gerir það að verkum að sparisjóðirnir geta í framtíðinni, ef þeir svo kjósa, breytt frá reglunni sem hæstv. ráðherra las hér upp, um sveitarstjórnir og stofnfjáreigendur eða fulltrúa þeirra í stjórnum sparisjóðanna.

Ég stend hins vegar við það sem ég sagði áðan. Samþykktum einhverra sjóða hefur á undanförnum árum verið breytt þannig að það er ekki lengur um það að ræða að sveitarstjórnir eða héraðsnefndir skipi fulltrúa. Það er auðvitað sjálfsagt að það verði skoðað betur í nefndinni ef ekki liggja fyrir upplýsingar um það. En mínar upplýsingar segja að svo sé. Ég hélt satt að segja að upplýsingar lægju fyrir um það.