Viðskiptabankar og sparisjóðir

Mánudaginn 26. mars 2001, kl. 17:23:03 (5979)

2001-03-26 17:23:03# 126. lþ. 97.2 fundur 567. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (breyting sparisjóðs í hlutafélag) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 126. lþ.

[17:23]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ekki þarf að fara frekari orðum um þetta. Það voru fleiri en ég sem hlýddu á ræðu hv. þm. og ekki var hægt að skilja fyrri hlutann öðruvísi en svo --- það var meira en nokkrar setningar --- að fyrri hlutinn var eins og líkræða. En ég ítreka fögnuð minn og segi eins og í Vestmannaeyjum að mörg ,,fögn`` eru á bak við það að hv. þm. skuli þó vera opinn fyrir breytingunum þrátt fyrir fyrri hluta ræðu sinnar. Rétt er að ítreka það enn einu sinni að frv. er sett fram til að gefa sparisjóðum, eigendum þeirra og stjórnendum, kost á að styrkja sig þar sem menn meta stöðuna þannig. Það var kannski ekki mjög málefnaleg framsetning eins og hv. þm. var með hér. Ekki er verið að tilkynna eitt eða neitt heldur er verið að fjalla um þetta málefnalega. Frv. byggir á þeim breytingum sem hafa orðið á fjármálamarkaði þar sem samkeppni hefur verið að aukast og það er einfaldlega verið að opna fyrir að einstakir sparisjóðir geti farið þá leið sem styrkir sparisjóðina og þá um leið það umhverfi sem þeir starfa í. Ef hv. þm. er sammála þessu fagna ég þeirri skoðun hans.