Breyting á VII. viðauka við EES-samninginn (starfsmenntun)

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 14:05:22 (6011)

2001-03-27 14:05:22# 126. lþ. 98.2 fundur 444. mál: #A breyting á VII. viðauka við EES-samninginn (starfsmenntun)# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 126. lþ.

[14:05]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 88/2000, um breytingu á VII. viðauka við EES-samninginn, en sá viðauki fjallar um gagnkvæma viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á VII. viðauka við EES-samninginn.

Með samþykkt tilskipunar 1999/42/EB, sem lagt er til að verði felld inn í VII. viðauka EES-samningsins, eru margar eldri tilskipanir felldar úr gildi og ákvæði þeirra sameinuð í einni tilskipun sem mun einfalda kerfið verulega.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Undir nál. rita Tómas Ingi Olrich, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jón Kristjánsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Einar K. Guðfinnsson og Katrín Fjeldsted.