Samningur um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 14:12:16 (6015)

2001-03-27 14:12:16# 126. lþ. 98.5 fundur 498. mál: #A samningur um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 126. lþ.

[14:12]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um aðild að samningi um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til þess að Ísland gerist aðili að samningi um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna sem gerður var í New York 9. desember 1994.

Undanfarin ár hefur Ísland tekið aukinn þátt í friðargæslu innan vébanda Sameinuðu þjóðanna og ljóst er að sú starfsemi mun aukast talsvert á næstu árum. Ráðstafanir til að tryggja öryggi og vernd starfsmanna Sameinuðu þjóðanna og tengdra starfsmanna hafa ekki verið taldar fullnægjandi til þessa og er samningnum ætlað að bæta úr því ástandi.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Undir nál. rita Tómas Ingi Olrich, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jón Kristjánsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Árni R. Árnason, Steingrímur J. Sigfússon og Jónína Bjartmarz.