Steinsteypa til slitlagsgerðar

Miðvikudaginn 28. mars 2001, kl. 13:46:03 (6077)

2001-03-28 13:46:03# 126. lþ. 101.1 fundur 535. mál: #A steinsteypa til slitlagsgerðar# fsp. (til munnl.) frá samgrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 126. lþ.

[13:46]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég hef aldrei skilið þessa ást framkvæmdaraðila á malbiki, sérstaklega þar sem reiknað hefur verið út að steypa getur verið ódýrari til lengri tíma. Kannski eru Íslendingar alltaf að hugsa um að koma skipunum út í næstu viku og geta ekki hugsað til lengri tíma.

Það sem mér finnst vanta alveg inn í umræðuna er að líta á hlut neytenda. Þannig eru götur í Reykjavík meira eða minna ófærar á sumrin vegna malbikunar. Allt gatnakerfið er í rúst vegna malbikunarframkvæmda. Þannig væri það ekki ef göturnar væru steyptar.