Náttúruverndaráætlun

Miðvikudaginn 28. mars 2001, kl. 14:49:29 (6106)

2001-03-28 14:49:29# 126. lþ. 101.6 fundur 548. mál: #A náttúruverndaráætlun# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 126. lþ.

[14:49]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég er á þeirri skoðun að það vanti dálítinn metnað í þetta starf eins og það hefur verið unnið að undanförnu og fjármunir hafi ekki verið nægir til að gera þá hluti sem hæstv. ráðherra er að lýsa. Ég held að það þurfi að fara vandlega yfir það hvort þær áætlanir sem hæstv. ráðherrann var að lýsa muni ganga upp með þeim fjárveitingum sem til staðar eru. Það þarf þá að bæta snarlega úr því, vegna þess að tíminn er auðvitað mjög skammur til stefnu ef þarf að rétta eitthvað af í þessu efni. Ég hvet hæstv. ráðherra til að endurskoða þessa áætlun með það fyrir augum að sé a.m.k. hægt að standa við það sem hér var lýst áðan.