Viðbrögð við skýrslum Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar

Miðvikudaginn 28. mars 2001, kl. 15:15:57 (6117)

2001-03-28 15:15:57# 126. lþ. 101.9 fundur 578. mál: #A viðbrögð við skýrslum Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 126. lþ.

[15:15]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Mig langar af þessu tilefni spyrja hæstv. umhvrh. um mat hennar á þeim viðbrögðum eða þeim fréttum sem borist hafa frá Bandaríkjunum um að stjórn Georges Bush hafi snúið baki við Kyoto-ferlinu. Það skiptir verulegu máli upp á framhaldið og upp á fundi aðildarríkjanna sem verða væntanlega síðar á þessu ári.

Íslenska ríkisstjórnin hefur eins og kunnugt er verið í regnhlífarhópnum þar sem Bandaríkjastjórn hefur farið fyrir á undanförnum fundum og m.a. á aðildarríkjaþinginu í Haag. Ríkisstjórnir Evrópusambandsins hafa brugðist ókvæða við fréttunum frá Bandaríkjunum og mér þætti fengur í því að heyra mat hæstv. umhvrh. á því hvaða áhrif þetta gæti haft á ferlið.