Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. mars 2001, kl. 11:31:49 (6151)

2001-03-29 11:31:49# 126. lþ. 102.1 fundur 435#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 126. lþ.

[11:31]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að fylgjast með þessu máli en við höfum enga ástæðu til að efast um þau svör sem við höfum fengið. Mér er kunnugt um að þetta mál hefur verið til umfjöllunar í danska þinginu og þau svör sem þar voru veitt eru í samræmi við þau svör sem ég veitti hér. Ég mun að sjálfsögðu láta hv. þingmann fá afrit af þessum svörum sem ég hef hér í hliðarherbergi, en þau eru líka á upplýsingavef danska þingsins þannig að þingmenn geta náð þessum upplýsingum þaðan. Þar er líka að finna upplýsingar um heimildir alþjóðlegra fyrirtækja til að flytja efni sem þessi um alþjóðlegar siglingaleiðir sem eru um margt fróðlegar. Alveg er ljóst að það þarf harðari reglur og ákveðnari reglur til þess að takmarka flutninga á ýmsum eiturefnum en það er eitt þeirra viðfangsefna sem ekki verður leyst nema með alþjóðlegum samningum.