Tilhögun þingfundar

Mánudaginn 02. apríl 2001, kl. 15:04:27 (6213)

2001-04-02 15:04:27# 126. lþ. 103.91 fundur 440#B tilhögun þingfundar#, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 126. lþ.

[15:04]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Þá vill forseti geta þess að málum hefur verið raðað á dagskrána í dag í nánu samstarfi við þingflokkana, enda eru eingöngu mál frá þingmönnum á dagskrá í dag. Gert er ráð fyrir að umræða um hvert mál standi í 20 mínútur. Þó er reiknað með að umræða um 1. dagskrármálið standi lengur, eða í um tvær klukkustundir. Reiknað er með að fundur geti staðið fram að kvöldmatartíma.