Félagsleg aðstoð

Þriðjudaginn 03. apríl 2001, kl. 15:57:32 (6272)

2001-04-03 15:57:32# 126. lþ. 104.25 fundur 275. mál: #A félagsleg aðstoð# (umönnunarbætur) frv., Flm. MF
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 126. lþ.

[15:57]

Flm. (Margrét Frímannsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég ætla að þakka þeim tveim sem hér tóku til máls og biðja forseta velvirðingar á því að mér var heldur ekki kunnugt um að það væri þannig að ræðutími framsögumanns væri takmarkaður vegna samninga. Ég var ekki á þinginu í gær og var þess vegna ekki kunnugt um þetta.

En hitt er svo annað mál að þetta frv. hefur beðið býsna lengi. Annað frv. sem snertir þessi málefni fór órætt til nefndar. Við stjórnarandstöðuþingmenn höfum beðið býsna lengi eftir að fá okkar mál á dagskrá og þess vegna tökum við auðvitað þann tíma í mikilvæg mál sem þarf. Auðvitað ættu hæstv. ráðherrar að vera hér til þess að taka þátt í umræðunni og það mætti gjarnan stytta mál sitt, ef hæstv. ráðherrar væru tilbúnir til þess að taka þátt í umræðum og segja frá því hver þeirra sjónarmið eru.