Dómstólar

Þriðjudaginn 03. apríl 2001, kl. 16:59:22 (6281)

2001-04-03 16:59:22# 126. lþ. 104.27 fundur 415. mál: #A dómstólar# (skipun hæstaréttardómara) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 126. lþ.

[16:59]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil að það komi fram að ég skil vel þau sjónarmið sem liggja á bak við það frv. sem hér er til umræðu og einnig það frv. sem hv. þm. Ögmundur Jónasson mun seinna á fundinum mæla fyrir. Það er skiljanlegt að skiptar skoðanir geti verið um þessi mál. En ég vil taka skýrt fram að það má enginn misskilja orð mín á þann hátt að verið sé að gefa í skyn að hv. þingmenn geti ekki lagt mat sitt á hæfni manna sem mundu sækjast eftir því að fá skipun í Hæstarétt. Hins vegar er alveg ljóst að gerðar eru mjög miklar faglegar kröfur til þeirra á sviði lögfræði og þess vegna tók ég svona til orða.