Tilkynning um dagskrá

Miðvikudaginn 04. apríl 2001, kl. 13:32:15 (6315)

2001-04-04 13:32:15# 126. lþ. 105.92 fundur 447#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 126. lþ.

[13:32]

Forseti (Árni Steinar Jóhannsson):

Um kl. 2.30 síðdegis fer fram umræða utan dagskrár um stöðu í vinnudeilum sjómanna og LÍÚ. Málshefjandi er hv. 4. þm. Norðurl. e., Svanfríður Jónasdóttir. Hæstv. sjútvrh. Árni M. Mathiesen verður til andsvara.

Um kl. 3.30 fer fram umræða utan dagskrár um viðbrögð stjórnvalda við áliti samkeppnisráðs um ólögmætt samráð á grænmetismarkaði. Málshefjandi er hv. þm. Össur Skarphéðinsson. Hæstv. landbrh. Guðni Ágústsson verður til andsvara.