Átak í lífrænni ræktun

Miðvikudaginn 04. apríl 2001, kl. 14:27:18 (6326)

2001-04-04 14:27:18# 126. lþ. 106.4 fundur 580. mál: #A átak í lífrænni ræktun# fsp. (til munnl.) frá landbrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 126. lþ.

[14:27]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Maður á því ekki að venjast að hæstv. landbrh. svari tómri froðu. En ég verð að segja alveg eins og er að við þessari ágætu fyrirspurn hv. þm. Þuríðar Backman kemur hæstv. landbrh. með ákaflega illa grundað svar.

Það er alveg rétt sem hæstv. ráðherra segir, að himnarnir eru að hrynja yfir verksmiðjubúskapinn úti í Evrópu. Við, mannskepnan, höfum misboðið náttúrunni og lífríkinu með þeim framleiðsluháttum sem við höfum tekið upp þar og við erum að uppskera eins og við höfum sáð. Það þýðir hins vegar, herra forseti, að þegar himnarnir hrynja yfir þessa tegund búvöruframleiðslu þá opnast glufa fyrir lífrænan landbúnað og hér er verið að spyrja: Er engin áætlun af hálfu hæstv. landbrh. til þess að efla lífrænan landbúnað? Svarið er greinilega það að ekkert er verið að hugsa fyrir því í landbrn. að notfæra sér þetta. Ef eitthvað gæti orðið vaxtarbroddur í íslenskum landbúnaði þá er það (Forseti hringir.) lífræn ræktun, en það er ljóst að hæstv. ráðherra er ekki að búa sig undir framtíðina að þessu leyti.