Breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta)

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 11:03:23 (6369)

2001-04-05 11:03:23# 126. lþ. 107.5 fundur 642. mál: #A breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta)# þál., utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[11:03]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Hér er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka, sem fjallar um fjarskiptaþjónustu, við EES-samninginn og fella inn í hann reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2887/2000 frá 18. desember á síðasta ári, um opinn aðgang að heimtaugum.

Gerð er grein fyrir efni þessarar ákvörðunar í tillögunni. Hún er prentuð sem fskj. með henni ásamt þeirri gerð sem hér um ræðir. Þessi ákvörðun kallar á lagabreytingar hér á landi og var tekin af EES-nefndinni með stjórnskipulegum fyrirvara af okkar hálfu.

Varðandi efnisatriði þessa máls vil ég vísa til greinargerðar sem fylgir tillögunni og það gerir gerðin sjálf. Þess skal getið að efni þessa máls tengist beint þeirri þróun undanfarinna ára í átt að auknu frjálsræði og samkeppni á fjarskiptamarkaðnum sem við höfum jafnframt upplifað hér á landi.

Þeim ráðstöfunum sem hér um ræðir er ætla að stuðla að aukinni samkeppni á innanbæjarneti. Með þessum breytingum getur neytandinn valið á milli fjarskiptafyrirtækja sem hann vill semja við um flutning símtala eða gagna. Tilgangurinn er að auka samkeppni í tali, breiðbandi og netþjónustu til notenda. Unnið er að nauðsynlegum lagabreytingum vegna þessa máls í samgrn. Það er nauðsynlegt að beyta 20. gr. fjarskiptalaganna til að taka mið af ákvörðun þessara reglna.

Herra forseti. Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði tillögunni vísað til hv. utanrmn.