Vextir og verðtrygging

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 15:17:59 (6419)

2001-04-05 15:17:59# 126. lþ. 107.11 fundur 566. mál: #A vextir og verðtrygging# (heildarlög) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[15:17]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Jú, herra forseti, ég væri tilbúinn að skoða allar leiðir til að setja fjármagninu einhverjar skorður og koma í veg fyrir þau okurlán sem við sjáum beitt á fólk, jafnvel á lágtekjufólk.

Varðandi frv. um ábyrgðarmenn þá segir hæstv. ráðherra að þingið verði að sjálfsögðu að taka afstöðu til þess. Það er það sem verið er að fara fram á. Málið hefur verið svæft í nefnd og ég er að óska eftir stuðningi við að málið komi að nýju til kasta Alþingis svo við getum tekið afstöðu til þess.

Varðandi markaðsvexti þá er ég einmitt að leggja áherslu á, gagnstætt því sem hæstv. ráðherra hélt fram, að við hefðum frelsi og svigrúm til að taka á þessum málum og setja fjármagninu skorður og um það fjallar það frv. sem hér er til umræðu. Þar er sett þak á dráttarvexti og Seðlabankanum falin heimild til að stýra því. Mér finnst sjálfsagt að það sé íhugað hvernig við getum komið raunávöxtun niður. Ég sakna þess að hæstv. ráðherra skuli ekki svara mér varðandi samtvinnun vísitölubindingar (Forseti hringir.) og breytilegra vaxta sem ég tel vera af hinu illa.