Vextir og verðtrygging

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 15:19:20 (6420)

2001-04-05 15:19:20# 126. lþ. 107.11 fundur 566. mál: #A vextir og verðtrygging# (heildarlög) frv., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[15:19]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Að því er varðar vísitölubindingu og breytilega vexti þá get ég tekið undir það með hv. þm. að mér finnst vera eðlilegt form að ef það er vísitölubinding að þá séu fastir vextir. Það finnst mér vera hið eðlilega. Mér finnst aðrir samningar vera óeðlilegir. Hins vegar ríkir ákveðið frelsi í þessum efnum og ég tel að ekki sé hægt að banna mönnum að semja með þessum hætti.

En ég tek undir það og ég tel að það séu ekki eðlilegir viðskiptahættir að þegar um vísitölubindingu er að ræða að þá séu jafnframt breytilegir vextir. Ég tel að þessi nýju vaxtalög komi til með að stuðla að því að draga úr slíkum samningum. Það er mín tilfinning hvort sem það reynist rétt eða ekki. Ég vænti þess að þetta svar mitt sé alveg skýrt að því er varðar fyrirspurn hv. þm.