Móttaka flóttamannahópa

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 15:45:54 (6433)

2001-04-05 15:45:54# 126. lþ. 107.13 fundur 588. mál: #A móttaka flóttamannahópa# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[15:45]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki alls kostar sáttur við að ábyrgðinni sé velt yfir á Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Í athugasemdum við frv. stendur, með leyfi herra forseta, að hún gefi Flóttamannaráði Íslands leiðbeiningar um hvar neyðin sé mest. Hvernig ætla menn að mæla neyðina? Hvernig ætla menn að mæla neyð barna í Súdan? Hvernig ætla menn að mæla neyð þeirra sem flýja átökin í Indónesíu? Hvernig ætla menn að mæla neyð borgarbarna í Suður-Ameríku?

Annað hefur líka truflað mig töluvert. Þessir flóttamenn okkar fara til sveitarfélaga sem af einhverjum ástæðum eiga of mikið af íbúðum í félagslega kerfinu. Það skyldi nú ekki vera að menn séu að leysa vanda sveitarfélaganna í félagslega íbúðarkerfinu, sem hafa offjárfest í þeim íbúðum, með því að ríkið taki þessar íbúðir á leigu fyrir menntaða hvíta flóttamenn?