Móttaka flóttamannahópa

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 16:09:50 (6440)

2001-04-05 16:09:50# 126. lþ. 107.13 fundur 588. mál: #A móttaka flóttamannahópa# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[16:09]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla aðeins að koma að þessu varðandi sveitarfélögin. Ég tel að aðeins það að geta útvegað fólki atvinnu sé í raun mikil hlunnindi, ekki bara fyrir sveitarfélagið heldur líka fyrir þá sem koma til landsins. Ég vil meina að afar vel hafi verið tekið á móti flóttamönnum sem hafa komið hingað. Nefna má t.d. Höfn í Hornafirði, Ísafjörð, Dalvík og Hafnarfjörð.

En við verðum líka að hafa það í huga að ekki vilja allir flóttamenn koma til Íslands. Ísland er mjög framandi land fyrir flesta flóttamenn þannig að þeir eru ekkert endilega ginnkeyptir fyrir því að koma hingað. Ég held að það geti líka oft verið svo að það geti líka verið þröskuldur að þeir vilji ekki koma til Íslands.