Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 18:39:59 (6470)

2001-04-05 18:39:59# 126. lþ. 107.17 fundur 625. mál: #A húsaleigubætur# (réttur til bóta o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[18:39]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði frá því að ein af þeim leiðum sem við værum að skoða í viðræðum við sveitarfélögin og fjmrn. væri að fella niður skatt á húsaleigubætur, hinar leiðirnar eru hækkun húsaleigubóta, að veita stofnstyrki eða einhver blanda af þessum leiðum.

Varðandi það hve langan tíma tekur að minnka húsnæðisskortinn þori ég ekki að fullyrða um en mér fyndist skynsamlegt að við gerðum áætlun um að vinna okkur út úr þessu á fjórum til fimm árum. Ég teldi að það væri raunhæft. Það þýðir ekkert að setja sér markmið sem ekki standast. Mörg atriði geta breytt þessari mynd, t.d. eins og aðflutningur á höfuðborgarsvæðið. Er að draga úr honum eða má búast við stríðari straumi? Það getur gjörbreytt myndinni. Á síðasta ári fluttust um 2.000 manns til Reykjavíkur og þar af kom 1/3 af landsbyggðinni og 2/3 frá útlöndum. Það eru sveiflur á flutningi fólks til borgarinnar.