Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 18:43:22 (6472)

2001-04-05 18:43:22# 126. lþ. 107.17 fundur 625. mál: #A húsaleigubætur# (réttur til bóta o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[18:43]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er náttúrlega alltaf spurning hvar eigi að draga þessi mörk. Ég tel að húsaleigubæturnar séu nauðsynlegar, að það hafi verið skynsamlegt að koma þeim á og þær geri fólki beinlínis mögulegt að lifa við leigumarkaðinn hér á höfuðborgarsvæðinu.