Húsaleigubætur

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 18:44:02 (6473)

2001-04-05 18:44:02# 126. lþ. 107.17 fundur 625. mál: #A húsaleigubætur# (réttur til bóta o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[18:44]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta svaraði ekki spurningu minni. Ég spurði hvort ástæða væri til að styrkja einstakling með 200 þús. kr. á mánuði með 6 þús. kr. húsaleigubótum á mánuði. Er ástæða til þess? Er uppbyggingin á þessu bótakerfi rétt? Ég tel hún sé kolröng. Til marks um það má nefna að fjórðungur bótaþega eru námsmenn sem fá lánað fyrir húsnæðinu úr Lánasjóði íslenskra námsmanna, hafa fengið lánað fyrir þessu sama húsnæði. Það eru yfirleitt alltaf einstaklingar með lágar tekjur eðli málsins samkvæmt sem fá þá óskertar bætur.

Ég held að uppbyggingin á þessu kerfi sé mjög röng, herra forseti. Ég er að gagnrýna hvernig félmrn. sem hefur það í hendi sér með reglugerð hefur byggt upp þetta bótakerfi.