Erfðaefnisskrá lögreglu

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 18:58:29 (6479)

2001-04-05 18:58:29# 126. lþ. 107.18 fundur 616. mál: #A erfðaefnisskrá lögreglu# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[18:58]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vænti þess að hv. þm. geri sér grein fyrir því að ekki stendur til að fara ofan í ákvæði allra greina hegningarlaga. Hv. þm. hlýtur að gera sér grein fyrir því að þegar við erum að tala um rán, þá er það ekkert venjulegt afbrot og oft og tíðum er um að ræða mikið ofbeldi því samfara. Þetta er mjög alvarlegt afbrot. (Gripið fram í.) Og til að létta af hv. þm. og taka af honum mestu áhyggjurnar varðandi þetta mál, þá get ég lánað honum þessa miklu skýrslu frá þeirri nefnd sem fór mjög vel og vandlega ofan í þetta mál. Ég vil þar að auki benda honum á, þar sem hann hefur áhyggjur af því að ég hafi ekki hugsað þetta mál, þá tel ég að rétt sé að hann sjálfur kynni sér hvað hefur gerst í sambandi við lögreglurannsóknir og meðferð mála hér á síðustu árum, ef hann hefur ekki áttað sig á því að DNA-samanburðarrannsóknir hafa verið notaðar í mörg ár hér á Íslandi til að upplýsa sakamál og að fyrsti hæstaréttardómurinn er frá árinu 1991. (ÖS: Þú svaraðir ekki spurningu minni.)