Mörk Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma suður og norður

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 19:13:29 (6484)

2001-04-05 19:13:29# 126. lþ. 107.20 fundur 628. mál: #A mörk Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma suður og norður# frv., GÖ
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[19:13]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Það verður að segjast eins og er að þegar þetta frv. lá hér frammi þá held ég að margir hafi ekki skilið það. En það er nú allt orðið skýrt núna. Talað var um hnitin öll og annað og svo áttaði fólk sig á því að í rauninni snerist þetta um að færa mörkin eftir uppkaup og skipti á landi milli Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar. En þetta er í rauninni sjálfsagt mál og allshn. mun auðvitað skoða það. Ekki get ég trúað því að það þurfi mikillar skoðunar við. Hins vegar verður spurning með 2/3 hluta atkvæða, vonandi gengur það eftir fljótlega.