Staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar

Föstudaginn 06. apríl 2001, kl. 16:50:21 (6605)

2001-04-06 16:50:21# 126. lþ. 108.35 fundur 285. mál: #A staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar# (Þingvallaprestakall) frv., Frsm. ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 126. lþ.

[16:50]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá hv. allshn. á þskj. 960, um frv. til laga um breyting á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997.

Með frv. er verið að fella úr lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar það ákvæði sem felur í sér sérreglu um veitingu prestsembættis í Þingvallaprestakalli og lögbundna tilvist prestakallsins. Nefndin telur að ákvæði sem felur í sér frávik frá almennum reglum um skipan prestakalla og veitingu prestsembætta fyrir eitt prestakall eigi ekki lengur rétt á sér og mælir því með því að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:

,,Við 2. gr. Í stað orðsins ,,janúar`` komi: júní.``

Hv. þm. Hjálmar Jónsson og Sverrir Hermannsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en undir þetta álit allshn. ritar Þorgerður K. Gunnarsdóttir formaður, Katrín Fjeldsted, Ásta Möller, Ólafur Örn Haraldsson, Jónína Bjartmarz. Hv. þm. Lúðvík Bergvinsson og Guðrún Ögmundsdóttir rita undir álitið með fyrirvara.