Verð á grænmeti

Mánudaginn 23. apríl 2001, kl. 15:19:24 (6623)

2001-04-23 15:19:24# 126. lþ. 109.1 fundur 467#B verð á grænmeti# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 126. lþ.

[15:19]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Því miður er þetta samspil nokkuð flókið eins og ég hef rakið. T.d. með alþjóðaskuldbindingunum sem flokkur hv. þm. stóð að í gegnum GATT-samninga. Þar eru tollarnir þau rök sem menn ætla að nýta í viðskiptum með landbúnaðarvörur í veröldinni. Við höfum rætt það hér og jafnvel ýjað að því og sumir talað um að fella niður tolla. Það er flókin leið ef menn ætla að taka upp aðrar, eins og hér hefur kannski verið talað um, beinan stuðning til bændanna í staðinn til að lækka verðið. Þetta er því samspil margra aðila. Ég hef einungis sagt hér að það komi til greina að lækka tolla. Það kemur til greina að taka upp framleiðslustyrki. Það kemur til greina að skoða hlut ríkisins. Það kemur til greina og er mjög mikilvægt að fara yfir það sem við erum þó sammála um, að álagningin í smásölunni skýtur skökku við í þjóðfélagi sem við trúðum að frjáls samkeppni væri í.

Það er því ekki við þá eina að sakast sem hafa verið skammaðir fram að þessu. Ég vona að það snarræði sem ég boðaði hér, hæstv. forseti, líti það dagsins ljós innan fárra vikna. Það er mikilvægt að hraða þessum störfum.