Umferðaröryggisáætlun 2001--2012

Mánudaginn 23. apríl 2001, kl. 15:36:37 (6635)

2001-04-23 15:36:37# 126. lþ. 109.1 fundur 469#B umferðaröryggisáætlun 2001--2012# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 126. lþ.

[15:36]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil taka skýrt fram að unnið hefur verið eftir þeim umferðaröryggisáætlunum sem hafa legið fyrir Alþingi með reglulegu millibili, en hins vegar er rétt hjá hv. þm. að nokkuð hefur dregist að skipa nýja fulltrúa í nefndina. Ég tel þó að það komi ekki að sök og verið er að vinna að þeim málum.

Nefna má sérstaklega að einn fulltrúi í þessari nefnd hefur nú fyrir allnokkru horfið til annarra starfa. Formaður Umferðarráðs sem einnig hefur verið formaður í nefndinni hefur óskað eftir því að hverfa úr henni þannig að það hefur verið ákveðið vandamál vegna þess að viðkomandi aðili er jafnframt formaður Umferðarráðs. Auðvitað fylgist Umferðarráð mjög glöggt með þessum málum. Það er líka skylda þeirra. En ég get sannfært hv. þm. um að verið er að vinna að þessum málum og ég vænti þess að áætlunin komi fljótlega fram.