Endurskoðun almannatryggingalaga

Mánudaginn 23. apríl 2001, kl. 15:45:02 (6641)

2001-04-23 15:45:02# 126. lþ. 109.1 fundur 470#B endurskoðun almannatryggingalaga# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 126. lþ.

[15:45]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Það var vissulega hlutverk þessarar nefndar að fara yfir kjör lífeyrisþega í þeim tilgangi að bæta þau. Það var ljóst að hún fékk það erindi og hefur unnið þau verk sín í vetur eins og fram kom í máli fyrirspyrjanda. Það var talað um að hún mundi skila af sér um miðjan apríl. Ég vonast til að tillögur hennar liggi fyrir áður en aprílmánuður er liðinn. Tillögugerðin er á lokastigi en ég tel því ekki tímabært að ræða þær niðurstöður. Ég tel það reyndar ekki viðeigandi í fyrirspurnatíma sem er þar að auki óundirbúinn, að svara til um það í smáatriðum, enda hafa þær upplýsingar ekki verið lagðar fyrir mig enn þá.