Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 18:19:18 (6748)

2001-04-24 18:19:18# 126. lþ. 110.18 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[18:19]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. formanni allshn. viðbrögð hennar við ábendingum mínum en mér finnst tvennt vanta og ég óska eftir að hv. þm. komi í ræðustól og reyni að svara því.

Í fyrsta lagi: Telur hún eðlilegt, ef þessari rannsókn er ekki lokið að því er varðar fíkniefnabrotin, að afgreiða málið eins og hér á að gera?

Í annan stað, þar sem ég skil hv. þm. þannig að málið hafi verið rætt út frá þessari þáltill. og þessari rannsókn í allshn.: Telur hv. þm. ekki eðlilegt að málið gangi þá aftur til skoðunar milli 2. og 3. umr. þannig að nefndarmenn geti áttað sig á hvar þessi rannsókn liggur og hvort af henni sé eitthvað að frétta sem gæti verið innlegg í málið milli 2. og 3. umr.?