Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 18:43:13 (6757)

2001-04-24 18:43:13# 126. lþ. 110.18 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, KolH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[18:43]

Kolbrún Halldórsdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í ljósi þess sem hér hefur gerst og í ljósi þess að ég hef einungis setið sem varamaður hv. þm. Ögmundar Jónassonar í allshn. við hluta umfjöllunar þessa máls, eins og komið hefur fram í máli mínu, herra forseti, þá vil ég óska eftir því að hæstv. forseti gefi okkur einhvers konar yfirlýsingu um að málið verði ekki tekið á dagskrá til 3. umr. fyrr en nefndin hefur þá afgreitt beiðni sem ég veit að kemur frá þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, ef ekki þingmönnum Samfylkingarinnar líka, um að nefndin verði kölluð saman aftur.

Ég vil því fá hér, ef mögulegt væri, yfirlýsingu frá virðulegum forseta um að málið verði ekki tekið á dagskrá til 3. umr. fyrr en ljóst er hvaða örlög bíða þeirrar beiðni sem kemur til með að koma fram um að nefndin fái málið aftur til umfjöllunar.