Skylduskil til safna

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 18:44:57 (6759)

2001-04-24 18:44:57# 126. lþ. 110.20 fundur 590. mál: #A skylduskil til safna# (heildarlög) frv., menntmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[18:44]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég flyt frv. til laga um skylduskil til safna á þskj. 933. Þetta er frv. í nýrri mynd frá því á síðasta þingi en þá var málið kynnt og lagt fram frv. en ekki varð útrætt um málið á þinginu. Áður en málið er lagt fram að nýju hefur farið fram vinna á vegum menntmrn. og fleiri aðila þar sem m.a. hefur verið tekið mið af ýmsum athugasemdum sem bárust mennmtn. og gerðar nokkrar breytingar á frv.

Ég ætla ekki, herra forseti, að fara út í einstök efnisatriði málsins. Það var gert við framsögu á síðasta þingi og efni frv. er þingmönnum vel kunnugt, sérstaklega þeim sem fjölluðu um það í hv. menntmn. og fóru ítarlega yfir frv. og leituðu umsagna sem, eins og ég sagði, hafa verið teknar til athugunar og tekið mið af ýmsu sem þar kom fram í þeirri endurgerð frv. sem hér er lögð fram.

Herra forseti. Ég leyfi mér að leggja til að frv. fari til hv. menntmn. að lokinni umræðu.