Framhaldsskólar

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 18:57:18 (6765)

2001-04-24 18:57:18# 126. lþ. 110.23 fundur 653. mál: #A framhaldsskólar# (deildarstjórar) frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[18:57]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Eins og hv. þm. sér þegar hann skoðar þetta þá er verið að fella þarna niður eitt starfsheiti. Það kemur ekkert starfsheiti í staðinn þannig að ekki er um það að ræða að verið sé að koma með nýtt starfsheiti í staðinn heldur er fellt niður starfsheiti. Þess vegna er ekki heldur um það að ræða að menn séu að binda það við ákveðin ár. Þetta er bundið við ákveðin verkefni þeirra sem munu koma að þessum stjórnunarstörfum eða sinna ákveðnum verkefnum og leiða verkefni í skólunum. Þetta er þá bundið við verkefnin en ekki við sérstakt starfsheiti og því ekki við sérstakan ráðningartíma.