Fjarskipti

Miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 13:54:42 (6789)

2001-04-25 13:54:42# 126. lþ. 111.1 fundur 193. mál: #A fjarskipti# (hljóðritun símtala) frv., JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 126. lþ.

[13:54]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Sú tillaga sem verið er að flytja um breytingu á lögum um fjarskipti er meint til að vera ákveðin leiðrétting eða yfirklór á mistökum sem urðu við upphaflegu lagasmíðina árið 1999 þegar Alþingi samþykkti þau lög frá Alþingi.

Sú grein sem hér er fjallað um byggir á mistökum í þýðingu á tilskipun frá Evrópusambandinu þar sem átti að taka til hlerana þriðja aðila en ekki þau atriði sem hér er verið að fjalla um. Ef það hefði átt að leiðrétta það með eðlilegum hætti þá átti að taka á grundvallaratriðum málsins, þ.e. þeim mistökum sem urðu við frumvarpsgerðina og mistök sem urðu í þýðingu á þessari Evróputilskipun en ekki fara að klóra yfir það eins og hér er lagt til. Því er ég andvígur þessu, herra forseti.