Kynningarstarf Flugmálastjórnar

Miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 14:17:16 (6795)

2001-04-25 14:17:16# 126. lþ. 112.1 fundur 576. mál: #A kynningarstarf Flugmálastjórnar# fsp. (til munnl.) frá samgrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 126. lþ.

[14:17]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að hæla hæstv. samgrh. fyrir þá miklu kynningu sem hann gerði á þessu máli í undirbúningi fyrir þær kosningar sem fram fóru um það. Það lá alveg ljóst fyrir af hans hálfu hvernig ráðuneytið og hæstv. ráðherra mundu vinna í úrvinnslunni eftir að atkvæðagreiðslan lægi fyrir. Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt að allir þættir málsins kæmu á borðið og þeir gerðu það.

Ég fagna því einnig að hæstv. ráðherra lýsti mjög afdráttarlaust yfir skoðunum sínum á því hvert innanlandsflugið mundi flytjast ef atkvæðagreiðslan færi eins og hún fór. Þess vegna finnst mér ekkert óeðlilegt við það að í framhaldi af þeirri atkvæðagreiðslu þar sem niðurstaðan varð sú að völlurinn yrði lagður niður, að það færi þegar fram einhver undirbúningur fyrir flutninginn á innanlandsfluginu til Keflavíkur.