Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 26. apríl 2001, kl. 10:32:22 (6841)

2001-04-26 10:32:22# 126. lþ. 113.94 fundur 487#B tilkynning um dagskrá#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 126. lþ.

[10:32]

Forseti (Halldór Blöndal):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri fer fram kl. hálftvö, að loknu hádegishléi, og er um stöðu erlends fiskverkafólks. Málshefjandi er hv. þm. Karl V. Matthíasson en hæstv. félmrh. Páll Pétursson verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. tvö og er um stjórnskipulag byggðamála og vinnulag við byggðaáætlanir. Hv. þm. Jón Bjarnason er málshefjandi en hæstv. iðnrh. Valgerður Sverrisdóttir verður til andsvara.