Svar við fyrirspurn

Fimmtudaginn 26. apríl 2001, kl. 10:35:37 (6843)

2001-04-26 10:35:37# 126. lþ. 113.91 fundur 484#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 126. lþ.

[10:35]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Vegna orða hv. þm. og athugasemda vil ég biðjast velvirðingar á því að þessi dráttur skuli hafa orðið á svari. Það má kannski m.a. skýra með því að mikið af þeim upplýsingum sem beðið er um liggja nú þegar fyrir og hefur verið dreift til þingmanna í skýrslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna sölu Símans. Engu að síður léttir það ekki þeirri skyldu af ráðuneytinu að svara þessari fyrirspurn og ég mun sjá til þess að strax í dag muni forseti þingsins fá svör við þeirri fyrirspurn sem hv. þm. nefndi þannig að ég vona að það verði ekki til þess að tefja það mikilvæga mál sem frv. um sölu á hlutafé Landssímans er.